Námur

Valmynd


Notkun jarðefna

Vinnsla jarðefna er umfangsmikil atvinnugrein á Íslandi, enda eru jarðefni, bæði setlög og berg, mikilvæg í byggingariðnaði og til vegagerðar.  

Við Malarrif var tekið efni til hafnargerðar á ArnarstapaEnginn aðili skráir magn allra steinefna sem framleidd eru á Íslandi. Hagstofa Íslands hefur þó tekið saman framleiðslu fyrirtækja sem eingöngu eru í steinefnavinnslu, en þeir aðilar framleiða einungis lítinn hluta af þeim steinefnum sem notuð eru í landinu. Upplýsingar um notkun jarðefna eru því byggðar á áætlun Vegagerðarinnar um notkun jarðefna á Íslandi. Vegagerðin heldur utan um notkun jarðefna í vegagerð, en upplýsingar um aðra jarðefnanotkun eru lauslegt mat. Hafa ber í huga að notkun jarðefna sveiflast mikið eftir efnahagsástandinu í landinu og hefur dregist saman á síðustu árum. 

Jarðefni, bæði setlög og berg, og vinnsla þeirra eru mikilvæg í byggingariðnaði og til vegagerðar. Notkun  jarðefna er mjög mikil á Íslandi  og er hlutfallslega margfalt meiri jarðefnanotkun á hvern íbúa hér en á hinum Norðurlöndunum.  Hins vegar er notkun bergs hlutfallslega mun meiri þar en hér. Það er meðal annars vegna þess að aðgengileg laus jarðefni hafa sums staðar gengið til þurrðar auk þess sem oft fæst betra efni við vinnslu bergs. Notkun sprengds bergs, aðallega basalts, hefur þó aukist mikið á undanförnum árum hér á landi. 

Frágengin náma í Syðridal inn af BolungarvíkVegagerðin gerði lauslega áætlun um árlega jarðefnanotkun í landinu byggða að mestu á útboðsgögnum frá árinu 2009. Áætlað var að í vegagerð hefði notkunin verið um 6 milljónir m3 en að heildarnotkun jarðefna í landinu hefði verið um 10 milljónir m3. Sem dæmi um framkvæmdir þar sem mikið er notað af jarðefnum má nefna húsbyggingar, flugvelli, hafnir og virkjanir. Langmest af vegagerðarefninu var notað í fyllingu og fláafleyga eða 4,8 milljónir m3, um 1,1 milljón m3 samtals í styrktarlag og burðarlag og um 85 þúsund m3 í slitlög. Um 1,5 milljónir m3 voru unnir úr föstu bergi, oft úr skeringum, eða um 25% af heildarmagninu, en um 75% vegagerðarefna voru úr setlögum.
Til baka

Þú ert hér: Forsíða > Jarðefnanotkun > Notkun jarðefna

Forsíða

  • Forsíða
  • Undirbúningur
  • Leyfisveitingar
  • Efnisvinnsla & frágangur
  • Jarðmyndanir og landslag
  • Jarðefnanotkun

Jarðefnanotkun

  • Notkun jarðefna
  • Námur á Íslandi
  • Hugtök

Aukaval

  • Um vefinn
  • Hafa samband

Leita á vefnum


Námur.is | namur@namur.is

  • Landsvirkjun
  • Umferðarstofnun
  • Vegaverðin
Þetta vefsvæði byggir á Eplica