Leyfisveitingar vegna efnistöku
Hér er fjallað um þau leyfi sem sækja verður um áður en efnistaka getur hafist. Það er meðal annars háð staðsetningu og eignarhaldi á efnistökusvæðinu hvaða leyfi sækja þarf um. Ávallt þarf að afla framkvæmdaleyfis frá hlutaðeigandi sveitarstjórn, áður en efnistaka getur hafist. Einnig verður að kanna hvort framkvæmd fellur undir lög um mat á umhverfisáhrifum og hvort efnistaka samræmist skipulagsáætlunum. Auk þessa þarf að ganga frá samningi við landeiganda.