-
Útlit námusvæðisins áður en tekið var efni vegna lagningar Norðausturvegar. Horft til vesturs. (Ljósm. GHJ)
-
Útlit námusvæðisins áður en tekið var efni vegna lagningar Norðausturvegar. (Ljósm. GHJ)
-
Náman í Presthólahrauni áður en tekið var efni til lagningar Norðausturvegar. Nýtt námusvæði var skilgreint við jaðar gígsins sem var horfinn. (Ljósm. GHJ)
-
Náman ófrágengin. Efnistaka vegna lagningar Norðausturvegar var fyrirhuguð í gjall og hrauneitla og hvorki væri hreyft við gervigígum né óröskuðu hrauni. (Ljósm. GHJ)
-
Botn námunnar og stálhæð. (Ljósm. GHJ)
-
Við frágang námunnar var miðað við u.þ.b. 35.000 m3 efnistöku á 11.500 m2 svæði svo meðalstálhæð yrði rúmlega 3 m. (Ljósm. GHJ)
-
Efnistaka úr námunni við lagningu Norðausturvegar. (Ljósm. RJó)
-
Við efnistökuna var skilinn eftir allstór hraunhóll við jaðar námunnar rétt við Norðausturveg. Því er náman vart sýnileg frá veginum. (Ljósm. GBj)
-
Við frágang voru jaðrar námunnar mótaðir með halla og formum sem eru í óröskuðu hrauni utan námunnar. (Ljósm. GBj)
-
Náman frágengin (Ljósm. GBj)
-
Lögð var áhersla á að halda eftir eitlum sem eftir voru í námunni til að brjóta fláa betur upp. (Ljósm. GBj)
-
Sáð var í námuna að frágangi loknum. (Ljósm. GBj)
Presthólar
Fast númer: 18379
Þetta var opin ófrágengin náma og hafði efnið að mestu verið tekið úr gervigíg í Presthólahrauninu sem var uppurinn. Nýtt námusvæði var skilgreint við jaðar gígsins sem nú er horfinn. Um 8 þús. m2 svæði hafði þegar verið raskað þegar ráðist var í fyrrnefndar framkvæmdir á Norðausturvegi.
Efnistakan var fyrirhuguð í gjall og hrauneitla og var ákvæði í útboðsgögnum um að hvorki væri hreyft við gervigígum né óröskuðu hrauni. Við frágang námunnar var miðað við u.þ.b. 35.000 m3 efnistöku á 11.500 m2 svæði svo meðalstálhæð yrði rúmlega 3 m. Mörk námunnar voru dregin þannig að hún félli sem best að aðliggjandi lægðum í landinu.
Við frágang voru jaðrar námunnar mótaðir með halla og formum sem eru í óröskuðu hrauni utan námunnar. Lögð var áhersla á að halda eftir eitlum sem eftir voru í námunni til að brjóta fláa betur upp. Sáð var í námuna að frágangi loknum. Við efnistökuna hafði verið skilinn eftir allstór hraunhóll við jaðar námunnar rétt við Norðausturveg. Því er náman vart sýnileg frá veginum. Þetta verklag mætti viðhafa víðar, þ.e. að skilja eftir stakar jarðmyndanir á námusvæðum, þar sem slíkt getur í mörgum tilfellum auðveldað aðlögun námusvæðisins að landformum innan og utan námunnar.
Ljósmyndir tóku Gunnar Bjarnason (GBj), Gunnar H. Jóhannesson (GHJ) og Rúnar Jónsson (RJó), starfsmenn Vegagerðarinnar.