Námur

Valmynd


  • Skilti um að sandtaka sé bönnuð á án leyfis

Leyfisveitingar vegna efnistöku

Hér er fjallað um þau leyfi sem sækja verður um áður en efnistaka getur hafist. Það er meðal annars háð staðsetningu og eignarhaldi á efnistökusvæðinu hvaða leyfi sækja þarf um. Ávallt þarf að afla framkvæmdaleyfis frá hlutaðeigandi sveitarstjórn, áður en efnistaka getur hafist. Einnig verður að kanna hvort framkvæmd fellur undir lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana og hvort efnistaka samræmist skipulagsáætlunum. Auk þessa þarf að ganga frá samningi við landeiganda. 

Skipulag

Efnistaka á að vera í samræmi við stefnumörkun í aðalskipulagi viðkomandi sveitarfélags og samrýmast annarri landnotkun umhverfis fyrirhugað efnistökusvæði.

Mat á umhverfisáhrifum

Umhverfismat framkvæmda er ferli, þar sem gerð er grein fyrir framkvæmd og umhverfisáhrif hennar metin, áður en hafist er handa um framkvæmdir. Óheimilt er að veita leyfi fyrir efnistöku svo sem framkvæmdaleyfi eða starfsleyfi, nema að gengið sé úr skugga um að efnistakan sé ekki matsskyld, eða að undangengnu umhverfismati framkvæmdar ef efnistakan reynist matsskyld.

Framkvæmdaleyfi

Ávallt þarf að sækja um framkvæmdaleyfi áður en efnistaka hefst nema um sé að ræða minniháttar efnistöku landeiganda eða umráðamanns eignarlands til eigin nota, sem ekki raskar náttúruverndarsvæði eða jarðmyndunum eða vistkerfum sem njóta sérstakrar verndar.


Þú ert hér: Forsíða > Leyfisveitingar

Forsíða

  • Forsíða
  • Undirbúningur
  • Leyfisveitingar
  • Efnisvinnsla & frágangur
  • Jarðmyndanir og landslag
  • Jarðefnanotkun

Aukaval

  • Um vefinn
  • Hafa samband

Leyfisveitingar

  • Skipulag
  • Mat á umhverfisáhrifum
  • Áætlun um efnistöku
  • Framkvæmdaleyfi
  • Starfsleyfi
  • Leyfi vegna efnistöku af hafsbotni
  • Önnur leyfi
  • Helstu lög og reglugerðir

Leita á vefnum


Námur.is | namur@namur.is

  • Landsvirkjun
  • Umferðarstofnun
  • Vegaverðin
Þetta vefsvæði byggir á Eplica