Námur

Valmynd


  • Grafa í grjótnámu við Kárahnjúka

Um vefinn

Árið 2002 kom út ritið Námur – Efnistaka og frágangur þar sem leitast var við að veita yfirsýn yfir og leiðbeiningar um hvernig standa bæri að undirbúningi og framkvæmd efnistöku á landi og á hafsbotni. Markmiðið með útgáfu ritsins var að stuðla að skilvirkni í efnistökumálum með samræmingu vinnubragða og yfirliti á einum stað um lög og reglugerðir sem tengjast efnistöku. Ritið var annars vegar ætlað verktökum og öðrum þeim  sem þurfa að nema efni til framkvæmda og hins vegar sveitarstjórnum og þeim sem koma að leyfisveitingum við efnistöku.

Nokkrar breytingar hafa orðið á lagaumhverfinu og stjórnsýsluhlutverki stofnana síðan leiðbeiningaritið var gefið út og því þótti orðið tímabært að endurskoða ritið. Umhverfisstofnun, Vegagerðina og Landsvirkjun ákváðu því að ráðast í endurskoðun á efni ritsins í heild sinni og gera það aðgengilegt á netinu. Í framhaldi af því var þessi vefur um efnistöku og frágang hannaður og settur upp. Vonast er til að vefurinn muni nýtast vel öllum þeim sem koma að málum sem varða efnistöku, sem og öllum þeim sem áhuga hafa á málefnum er tengjast efnistöku.


Ábendingar og fyrirspurnir

Allar ábendingar varðandi vefinn eru vel þegnar. Einnig er hægt að senda inn fyrirspurnir.

Höfundar

Starfsmenn hinna ýmsu stofnana hafa lagt til efni fyrir vefinn.

Ábyrgðaraðili

Landsvirkjun, Vegagerðin og Umhverfisstofnun hafa í samstarfi unnið að uppsetningu vefsins.


Þú ert hér: Forsíða >

Forsíða

  • Forsíða
  • Undirbúningur
  • Leyfisveitingar
  • Efnisvinnsla & frágangur
  • Jarðmyndanir og landslag
  • Jarðefnanotkun

Aukaval

  • Um vefinn
  • Hafa samband

Um vefinn

  • Ábyrgðaraðili
  • Höfundar
  • Tenglar
  • Ítarefni
  • Ábendingar og fyrirspurnir

Leita á vefnum


Námur.is | namur@namur.is

  • Landsvirkjun
  • Umferðarstofnun
  • Vegaverðin
Þetta vefsvæði byggir á Eplica