-
Myndin sýnir hluta námunnar við Ferjubakka þegar frágangur var að hefjast. (Ljósm. BS)
-
Myndin sýnir hluta námunnar við Ferjubakka þegar frágangur var að hefjast. (Ljósm. BS)
-
Búið að móta bakka við norðurjaðar námunnar. Leirkennt efni var eftir í botni námunnar og takmörkuð mold var til frágangs á námubotni, sem hefur hamlandi áhrif á gróðurframvindu. (Ljósm. BS)
-
Unnið að frágangi námu við Ferjubakka í Öxarfirði, þ.e. vatnsrás við norðurjaðar námunnar (Ljósm. Björn Stefánsson)
-
Mótun bakkafarvegs við norðurjaðar námunnar lokið. Hér tókst ýtumanni vel að endurmóta bakka í líkingu við óraskaða bakka utan námunnar. (Ljósm. BS)
-
(Ljósm. BS)
-
Gróskumikill lækjarbakki var vestan námunnar, sem lögð var áhersla á að raska ekki. (Ljósm BS)
-
Frágangi námunnar og sáningu lokið. (Ljósm. BS)
-
Hér sést vel hvernig reynt var að fella jaðra námunnar að landi umhverfis hana. (Ljósm. BS)
-
Hér sést vel hvernig reynt var að fella jaðra námunnar að landi umhverfis hana. (Ljósm. BS)
-
Frágengin náma við Ferjubakka í Öxarfirði. Birkikjarrið takmarkaði athafnasvæði við frágang námunnar (Ljósm. BS)
-
Náman frágengin. Horft til norðurs. Frágangur miðaðist við að raska ekki kjarrinu, móta bakka með það miklum halla að auðvelt væri að græða þá upp, að ekki yrði þar vatnsrof, ekki yrði mótaður samfelldur flái, heldur brekka með breytilegum halla sem þó væri í líkingu við óraskaða bakka utan námunnar. (Ljósm. SJJ)
-
Gróinn lækjarbakki og Sandá. Horft til norðvesturs. Myndin er tekin 11 árum eftir að uppgræðsla námunnar hófst. Hér sést því vel hve gróðurframvinda í botni námunnar er hæg vegna skorts á lífrænu efni. Ekki er vitað til að borið hafi verið á frágengið námusvæðið eftir 2001 (Ljósm. SJJ)
-
Hluti námubotnsins eftir frágang, horft til Suðurs. Sandá í baksýn. (Ljósm. SJJ)
Ferjubakki
Fast númer: 18373
Gamla námunúmer: 8851202
Gerð: Setnáma
Austur: 615576,7
Norður: 619374,5
Breidd: 66,049738°N
Lengd: -16,449068°V
Stór gömul náma í sandríkum sethjöllum í landi Ferjubakka í Öxarfirði. Námusvæðið afmarkaðist af birkikjarri til austurs, lækjarfarvegi til norðurs og til austurs af gróskumiklum lækjarfarvegi og Sandá sem er kvísl úr Jökulsá á Fjöllum. Gengið var frá námunni árið 2001.
Við frágang námunnar var lögð áhersla á eftirfarandi: Skerða ekki bakka við lækjarfarveg austast í námunni, þar voru gróðurtorfur sem teygðu sig upp undir námubotninn. Við norðurenda námunnar átti að móta bakka farvegs með sama halla og bakkar utan námunnar. Mishæðir áttu að vera í námubotni og forðast átti að gera stærri slétta fleti. Birkikjarr austan námunnar setti landmótun þar ákveðnar skorður. Frágangur þar miðaðist við að raska ekki kjarrinu, móta bakka með það miklum halla að auðvelt væri að græða þá upp, að ekki yrði þar vatnsrof, ekki yrði mótaður samfelldur flái, heldur brekka með breytilegum halla sem þó væri í líkingu við óraskaða bakka utan námunnar. Sáð var í námusvæðið fræblöndu sem Vegagerðin notaði við uppgræðslu vegsvæða.
Ljósmyndir tóku Sigurður Jóhannes Jónsson (SJJ), starfsmaður Vegagerðarinnar og Björn Stefánsson (BS), starfsmaður Umhverfisstofnunar.