-
Marteinstungunáma áður en gengið var frá henni. Mynd tekin frá Landvegi. (Ljósm. BS)
-
Horft inn í Marteinstungunámu áður en gengið var frá henni. (Ljósm. BS)
-
Frágangur í fullum gangi í Marteinstungu. (Ljósm. Björn Stefánsson)
-
Frágangi lokið í Marteinstungunámu. Myndin er tekin um ári eftir að frágangi lauk. Nú eru lítil ummerki um efnistökuna. (Ljósm. BS)
Marteinstunga
Fast númer: 16385
Gamla námunúmer: 2260101
Gerð: Setnáma
Austur: 430995,809
Norður: 379385,96
Breidd: 63,911198°N
Lengd: -20,405734°V
Marteinstungunáma er lítil grjótnáma við Landveg. Þar hafði verið unnið niður úr grónu þýfðu holti á um 0,2 ha svæði. Áður en gengið var frá námuni var sjáanleg moldarþykkt ofan á holtinu við núvarandi jaðar námu um 2 m. Í og við námuna voru um 1.000 m3 af moldarblönduðu efni í tveimur haugum og auk þess um 1.000 m3 af frákastefni í tveimur haugum. Nokkuð var einnig af lausu efni við rætur klapparstálsins. Hæð klapparstálsins var á bilinu 2-10 m. Austan og sunnan við námuna var grasi gróið þýft land og girðing í um 5 fjarlægð austan við námustálið. Við suðaustur rima námunnar var um 150 m2 stallur þar sem mold hafði verið ýtt ofan af.
Marteinstungunáma er lítil grjótnáma við Landveg. Þar hafði verið unnið niður úr grónu þýfðu holti á um 0,2 ha svæði. Áður en gengið var frá námuni var sjáanleg moldarþykkt ofan á holtinu við núvarandi jaðar námu um 2 m. Í og við námuna voru um 1.000 m3 af moldarblönduðu efni í tveimur haugum og auk þess um 1.000 m3 af frákastefni í tveimur haugum. Nokkuð var einnig af lausu efni við rætur klapparstálsins. Hæð klapparstálsins var á bilinu 2-10 m. Austan og sunnan við námuna var grasi gróið þýft land og girðing í um 5 fjarlægð austan við námustálið. Við suðaustur rima námunnar var um 150 m2 stallur þar sem mold hafði verið ýtt ofan af.
Eftirfarandi áætlun var lögð fram við frágang Marteinstungunámu:
Við frágang námunnar verður allt laust efni flutt að klapparstálinu. Frákastefnið verður sett undir og moldarblandaða efnið ofan á það. Um miðbik námunnar mun efnismagn ráða því hve halli á fláa verður mikill, en við jaðar námunnar á að fella fláana að halla landsins í kring. Efnismagn mun einnig ráða því hversu hátt verður fyllt upp að klapparstálinu og má sú hæð gjarnan vera nokkuð breytileg. Því gæti efri hluti klapparstálsins verið sýnilegur í holtinu að frágangi loknum. Einnig skal brjóta niður um 2 m háan moldarkant sem er við austur og vestur rima (efri brún) námu. Halli moldarinnar frá rima skal vera sem næst 1:3 og verður því raskað grónum móa á um 6 m breiðu svæði innan girðingar sem er austan við námuna. Því þarf að færa girðinguna. Gæta þarf þess að setja mold yfir stallinn sem er við suðausturhluta námunnar og fella fláa moldarinnar þar eftir föngum að gróna svæðinu í kring. Að lokinni landmótun verður sáð í og borið á svæðið. Námuvegur er einnig vegur að vatnstanki og verður hann því ekki fjarlægður við frágang námunnar.
Frágangur var í góðu samræmi við áætlun um frágang og reyndist næg mold eftir til að hylja klapparstálið.
Ljósmyndir tók Björn Stefánsson (BS), starfsmaður Umhverfisstofnunar.