Námur

Valmynd


  • Efnistaka í malarnámunni Presthvammi
    Efnistaka í námunni í fullum gangi, en frágangur hafinn á hluta svæðisins. (Ljósm. IÁr)
  • Jöfnun á efnistökusvæði lokið
    Horft yfir efnistökusvæðið þar sem jöfnun er nýlega lokið. (Ljósm. IÁr)
  • Presthvammur, horft yfir efnistökusvæðið
    Horft yfir efnistökusvæðið. Nýlega jafnað svæði í baksýn (Ljósm. IÁr)
  • Frágangi á námunni í Presthvammi að miklu leyti lokið
    Austasti hluti námunnar enn í notkun. Frágangi lokið á stórum hluta efnistökusvæðisins. (Ljósm. GBj)
  • Náman í Presthvammi frágengin
    Frágangur miðaðist við að mynda grasi gróinn hvamm sem félli vel að landinu umhverfis námusvæðið. (Ljósm. GBj)
  • Kýr á beit á frágengnum hluta svæðisins.
    Kýr á beit á frágengnum hluta svæðisins. (Ljósm. GBj)
  • Gróið svæði á frágengnum hluta efnistökusvæðisins
    Gróið svæði á frágengnum hluta efnistökusvæðisins. (Ljósm. GBj)
  • Austast í námunni verður áfram tekiin möl
    Skilið var eftir lítið svæði austast í námunni þar sem áfram verður tekin möl, m.a. til vegagerðar. (Ljósm. GBj)

Presthvammur

Fast númer: 18455

Gamla námunúmer: 8530107
Gerð: Setnáma
Austur: 576566,109  
Norður: 593451,317  
Breidd: 65,829077°N
Lengd: -17,32474°V
 
Gengið var frá malarnámunni Presthvammi í Aðaldal á árunum 2008 og 2009. Um mjög umfangsmikla frágangsvinnu var að ræða enda er námusvæðið yfir 300 m langt og á bilinu 100 til 200 m breitt. Gengið var frá um 90% af námusvæðinu en eins og sést á ljósmyndum af námunni var skilið eftir lítið svæði austast í námunni þar sem áfram verður tekin möl m.a. til vegagerðar. Frágangur miðaðist við að mynda grasi gróinn hvamm sem félli vel að landinu umhverfis námusvæðið.
 
Ljósmyndir tóku Gunnar Bjarnason (GBj) og Ingólfur Árnason (IÁr), starfsmenn Vegagerðarinnar.

Þú ert hér: Forsíða > Dæmi um frágang

Forsíða

  • Forsíða
  • Undirbúningur
  • Leyfisveitingar
  • Efnisvinnsla & frágangur
  • Jarðmyndanir og landslag
  • Jarðefnanotkun

Stoðflokkar

  • Dæmi um frágang
  • Leit
  • Hafa samband
  • Veftré

Aukaval

  • Um vefinn
  • Hafa samband

Leita á vefnum


Námur.is | namur@namur.is

  • Landsvirkjun
  • Umferðarstofnun
  • Vegaverðin
Þetta vefsvæði byggir á Eplica