Námur

Valmynd


  • Umhverfi efnistökusvæðisins er fagurt
    Umhverfi efnistökusvæðisins er fagurt og því var mjög mikilvægt að standa vel að frágangi svæðisins. Þegar staðsetning á efnistökusvæði er valin er meðal annars nauðsynlegt að taka tillit til náttúrfars og landslags. Forðast ætti efnistöku í eða við svo fagurt umhverfi. (Ljósm. GBj)
  • Efnistökusvæðið ófrágengið
    Efnistökusvæðið ófrágengið. Ljósavatn í baksýn (Ljósm. GBj)
  • Tjörn sem myndast hafði vestan við gígana
    Tjörn sem myndast hafði vestan við gígana. (Ljósm. GBj)
  • Færa átti ofanafýtingu að bökkum við gígana
    Við vesturbakka tjarnar átti að færa ofanafýtingu að bökkum við gígana. (Ljósm. GBj)
  • Nærmynd tekin úr norðri af vestasta gergivígnum
    Nærmynd tekin úr norðri af vestasta gergivígnum. (Ljósm. GBj)
  • Sléttað var úr efnistökusvæðinu
    Sléttað var úr efnistökusvæðinu og laust gjall og mold á svæðinu fellt vel að jöðrum gíganna og landinu umhverfis. (Ljósm. GuB)
  • Frágangi á efnistökusvæði lokið
    Frágangi á efnistökusvæði lokið. (Ljósm. GuB)
  • Lögð var áhersla á að raska gígum ekki frekar
    Eins og sjá má var ekki unnt að ganga algerlega frá námusvæðinu þar sem það náði efst í gíginn, þar sem lögð var áhersla á að raska ekki gígunum meira en orðið var. Mynd tekin 2012. (Ljósm. GBj)
  • Eitill á námusvæðinu var rúnnaður til samræmis við annan frágang
    Eitill sem var á námusvæðinu var rúnnaður til samræmis við annan frágang á svæðinu. (Ljósm. GBj)
  • Við frágang var haldið í tjarnir sem myndast höfðu
    Við frágang var lögð áhersla á að halda tjörnum sem höfðu myndast í námubotninum, þar sem ekki væri nægilegt efni til staðar til að móta svæðið að nýju. (Ljósm. GBj)
  • Austurendinn á gígnum
    Austurendinn á gígnum. Þarna tókst vel að aðlaga námusvæðið að óröskuðu landi. (Ljósm. GBj)

Vatnsendi

Fast númer: 19693

Gamla námunúmer: 8662012
Gerð: Setnáma
Austur: 562936,836  
Norður: 578376,074  
Breidd: 65,696863°N
Lengd: -17,629984°V
 
Náman er í gervigígum (gjallgígum) sem mynduðust þegar Bárðardalshraun rann fyrir um 10 þúsund árum út í austurenda  Ljósavatns sem er rétt vestan við námuna. Rétt hjá námunni rennur lindáin Djúpá úr Ljósavatni.  Náman er því í mjög fögru umhverfi .  Gengið var frá námunni árið 2011. Frágangur miðaðist við að raska ekki gígunum meira en orðið var en fella laust gjall og mold á svæðinu vel að jöðrum gíganna og landinu umhverfis.
 
Ljósmyndir tóku starfsmenn Vegagerðarinnar, Gunnar Bjarnason (GBj) og Gunnar Bóasson (GuB).

Þú ert hér: Forsíða > Dæmi um frágang

Forsíða

  • Forsíða
  • Undirbúningur
  • Leyfisveitingar
  • Efnisvinnsla & frágangur
  • Jarðmyndanir og landslag
  • Jarðefnanotkun

Stoðflokkar

  • Dæmi um frágang
  • Leit
  • Hafa samband
  • Veftré

Aukaval

  • Um vefinn
  • Hafa samband

Leita á vefnum


Námur.is | namur@namur.is

  • Landsvirkjun
  • Umferðarstofnun
  • Vegaverðin
Þetta vefsvæði byggir á Eplica