-
Grjót úr þessari námu var notað í grjótkápu Kárahnjúkastíflu. (Ljósm. BS)
-
Klettar við Laugafell á Fljótsdalsheiði sem reynt var að líkja eftir við frágang námunnar (Ljósm. BS)
-
Við frágang námunnar var ákveðið að hylja stálið að hluta til en láta staka kletta vera sýnilega og brjóta þannig upp samfellda bakka. Þessir klettar við Laugafell á Fljótsdalsheiði eru fyrirmyndin í náttúrulegu umhverfi sem reynt var að líkja eftir við frágang grjótnámunnar við Kárahnjúka. (Samsett mynd. Ljósm. BS)
-
Mynd sem sýnir hvernig gengið var frá námunni og klettar látnir vera sýnilegir. (Ljósm. BS)
-
Grjótnáman við Kárahnjúka að frágangi loknum. (Samsett mynd. Ljósm. BS)
KAR grjótnáma L-1
Fast númer: 22558
Grjótnáma í Lambafellstöglum (LV1) við Kárahnjúkastíflu. Þarna var áætlað að taka allt að 1,5 milljón m3 af grjóti. Grjót úr þessari námu var m.a. notað í grjótkápu Kárahnjúkatíflu. Gengið var að mestu leyti frá námunni árið 2008. Fyrst var gengið frá norðurhluta námunnar að lokinni byggingu Kárahnjúkastíflu. Vinnsla hélt áfram í suðurenda námunnar vegna ýmissa minni framkvæmda. Ofanafýting til frágangs var sótt í stóran haug norðan námunnar. Við frágang námunnar komu tveir möguleikar til greina. Annar var að hylja námustálið algerlega. Hins vegar að hylja stálið að hluta en láta staka kletta vera sýnilega. Ef náman er skoðuð í nokkurri nálægð er til bóta að brjóta upp samfellda bakka með því að láta kletta vera sýnilega. Því var sú leið valin.
Ljósmyndir tók Björn Stefánsson (BS), starfsmaður Umhverfisstofnunar.