Námur

Valmynd


  • Drangseyrarnáma í Fljótsdal, ófrágengin
    Við efnistökuna var unnið í nokkuð samfelldu og djúpu stáli. (Ljósm. BS)
  • Drangseyrarnáma í Fljótsdal, ófrágengin
    Efnistökusvæðið áður en frágangi er lokið. (Ljósm. BS)
  • Drangseyri náma
    Efnistökusvæðið að frágangi loknum. Frágangur námunnar fólst í því að gera fláa við bergstálið í líkingu við brekkur sem sjá má neðan kletta innan við námuna. (Ljósm. BS)
  • Drangseyrarnáma í Fljótsdal, frágengin
    Efnistökusvæðið að frágangi loknum. Efnistökusvæðið farið að gróa vel upp. Mynd tekin árið 2010, tveimur árum eftir frágang námunnar. (Ljósm. BS)

Drangseyri

Fast númer: 20289

Gamla námunúmer: 9340102
Gerð: Setnáma
Austur: 689525
Norður: 506353  
Breidd: 65,002903°N
Lengd: 14,979067°V
 
Gengið var frá Drangseyrarnámu í Fljótsdal árið 2008. Grjót í rofvörn við frárennslisskurð Kárahnjúkavirkjunar var tekið úr þessari námu. Við efnistökuna var náman unnin í nokkuð samfelldu og jafn djúpu stáli. Þetta verklag hefur í för með sér að ásýnd námusvæðisins svipar mjög til óraskaðra klettabelta.
 

Frágangur námunnar fólst í því að gera fláa við bergstálið í líkingu við brekkur sem sjá má neðan kletta innan við námuna. Efni úr námuplani var nýtt í gerð fláa. Lífrænum jarðvegi var jafnað yfir brekkurnar og þær græddar upp með sáningu grasfræs og áburðargjöf.

Ljósmyndir tók Björn Stefánsson (BS), starfsmaður Umhverfisstofnunar.


Þú ert hér: Forsíða > Dæmi um frágang

Forsíða

  • Forsíða
  • Undirbúningur
  • Leyfisveitingar
  • Efnisvinnsla & frágangur
  • Jarðmyndanir og landslag
  • Jarðefnanotkun

Stoðflokkar

  • Dæmi um frágang
  • Leit
  • Hafa samband
  • Veftré

Aukaval

  • Um vefinn
  • Hafa samband

Leita á vefnum


Námur.is | namur@namur.is

  • Landsvirkjun
  • Umferðarstofnun
  • Vegaverðin
Þetta vefsvæði byggir á Eplica