-
Moldarhaugar í námubotninum, sem nýttust við frágang námunnar. (Ljósm. ÁKI)
-
Efnistaka í Litla-Reyðarbarmi. (Ljósm. ÁKI)
-
Efnistaka í Litla-Reyðarbarmi, horft til suðurs. (Ljósm. ÁKI)
-
Námubotninn meðan á efnistöku stóð. (Ljósm. ÁKI)
-
Námubotninn meðan á efnistöku stóð. (Ljósm. ÁKI)
-
Efnistaka hafin nyrst á námuvæðinu. (Ljósm. ÁKI)
-
Hryggurinn mótaður við efnistökuna. (Ljósm. ÁKI)
-
Frágangur hafinn í námunni. (Ljósm. ÁKI)
-
Efnistakan fór alfarið fram vestan megin í hryggnum, til að draga úr sjónrænum áhrifum efnistökunnar. (Ljósm. BHB)
-
Mynd sem sýnir námubotn og vesturhlíðar hryggjarins. Hér sést vel aðlögun námunnar að landi vestan Litla-Reyðarbarms. (Ljósm. GBj)
-
Mynd sem sýnir námubotn og vesturhlíðar hryggjarins. Hér sést vel aðlögun námunnar að landi vestan Litla-Reyðarbarms. (Ljósm. GBj)
-
Verktaki fylgdi vel fyrirmælum um að raska ekki austurhlíð hryggjarins. Við frágang efnistökusvæðisins var lögð áhersla á að fella saman jaðar námusvæðisins og austurhlíð Litla-Reyðarbarms. (Ljósm. GBj)
-
Verktaki fylgdi vel fyrirmælum um að raska ekki austurhlíð hryggjarins. Við frágang efnistökusvæðisins var lögð áhersla á að fella saman jaðar námusvæðisins og austurhlíð Litla-Reyðarbarms. (Ljósm. GBj)
-
Nærmynd af gróðri í austurhlíð Litla-Reyðarbarms, sem lögð var áhersla á að ekki yrði raskað við efnistökuna (Ljósm. GBj)
-
Frágengin náma. Mynd tekin í ágúst 2012. (Ljósm. GBj)
-
Frágengin náma. Mynd tekin í ágúst 2012. (Ljósm. GBj)
-
Frágengin náma. (Ljósm. GBj)
Litli-Reyðarbarmur
Fast númer: 21898
Gamla námunúmer: 3650106
Gerð: Setnáma
Austur: 406380,5
Norður: 411835,9
Breidd: 64,196354°N
Lengd: -20,927064°V
Efnistaka í námu í Litla-Reyðarbarmi, þar sem efni var tekið vegna lagningar vegar yfir Lyngdalsheiði, og frágangur við lok efnistöku er dæmi um efnistöku sem hefur tekist vel.
Litli-Reyðarbarmur er syðsti endi móbergshryggjar. Efni var tekið úr hryggnum við lagningu nýs vegar um Lyngdalsheiði. Efnistakan var hönnuð og var lögð áhersla á að efnistakan færi eingöngu fram í vesturhlíðum hryggjarins, formi hryggjarins yrði haldið og hann mjókkaður. Undir engum kringumstæðum mátti raska austurhlíð Reyðarbarms sem er vel gróin. Leitast var við að breytingar á ásýnd Litla-Reyðarbarms yrðu eins litlar og mögulegt væri. Úr námunni voru teknir á annað hundrað þúsund rúmmetrar. Í öllum aðalatriðum fór efnistakan fram eins og ráð var fyrir gert og gekk verktaki vel frá þessari sem öðrum námum við Lyngdalsheiðarveg.
Ljósmyndir tóku Ásberg K. Ingólfsson (ÁKI) og Björn H. Barkarson (BHB), starfsmenn VSÓ og Gunnar Bjarnason (GBj), starfsmaður Vegagerðarinnar.