-
Haugsvæðið meðan á borun aðrennslisganga stóð. (Ljósm. Emil Þór)
-
Haugsvæðið áður en landmótun hefst. (Ljósm. Emil Þór)
-
Við landmótun var haft í huga að reyna að líkja eftir þeim formum og halla sem eru í hlíðum Glúmsstaðadals og Þuríðarstaðadals. Myndin sýnir dæmigerðar hlíðar í Glúmsstaðadal. (Ljósm. BS)
-
Unnið að mótum vatnsrása á haugsvæði. (Ljósm. BS )
-
Lokið við að móta vatnsrásir og tengja við eldri farvegi í óraskaðri hlíð. (Ljósm. BS)
-
Landmótun og sáningu lokið. (Ljósm. BS )
Haugsvæði adit 3
Fast númer: 22590
Gamla námunúmer: 9100901
Gerð: Setnáma
Austur: 659285
Norður: 497907
Norður: 497907
Breidd: 64,943121°N
Lengd: -15,628846°V
Við borun aðrennslisganga Kárahnjúkavirkjunar var efni komið fyrir á þremur stórum haugsvæðum. Eitt þessara haugsvæða er nyrst á hálsinum milli Glúmsstaðadals og Þuríðarstaðadals. Þarna var ráðgert að haugsetja um eina milljón rúmmetra. Við frágang haugsvæðisins var lögð áhersla á að líkja eftir landformum í næsta nágrenni og fella haugsvæðið að hlíð Glúmsstaðadals eins og kostur væri.
Í þessum tilgangi voru mótaðar rásir í haugsvæðið og þær tengdar við eldri vatnsrásir í hlíðinni. Þetta var gert bæði til að afvatna haugsvæðið og freista þess að fella haugsvæðið sem best að óröskuðu landi.
Mold var af skornum skammti á þessu svæði og var því lögð áhersla á að nýta þá mold sem til féll á frambrúnir haugsins þar sem haugsvæðið og gróið land mætist. Í frambrún haugsins var sáð blöndu af rýgresi og túnvingli.
Ljósmyndir: Björn Stefánsson (BS), starfsmaður Umhverfisstofnunar og Emil Þór Sigurðsson, ljósmyndari (Emil Þór).