Námur

Valmynd


  • Norðurhlíð Gígahnjúks árið 2007, fyrir frágang. (Ljósm. Herdís Friðriksdóttir)
    Norðurhlíð Gígahnjúks árið 2007, fyrir frágang. (Ljósm. HF)
  • Norðurhlíð Gígahnjúks árið 2008. (Ljósm. Herdís Friðriksdóttir)
    Norðurhlíð Gígahnjúks árið 2008. (Ljósm. HF)
  • Norðurhlíð Gígahnjúks eftir frágang. (Ljósm. Herdís Friðriksdóttir)
    Norðurhlíð Gígahnjúks eftir frágang. (Ljósm. HF)
  • Gjalldreifing. (Ljósm. Herdís Friðriksdóttir)
    Gjalli var dreift yfir námusvæðið til að líkja eftir náttúrulegri áferð og skapa góðar aðstæður fyrir staðargróður. (Ljósm. HF)
  • Suðurhlíð Gígahnjúks árið 2007, fyrir frágang. (Ljósm. Herdís Friðriksdóttir)
    Suðurhlíð Gígahnjúks árið 2007, fyrir frágang. (Ljósm. HF)
  • Suðurhlíð Gígahnjúks árið 2008.
    Suðurhlíð Gígahnjúks árið 2008. (Ljósm. HF)
  • Suðurhlíð Gígahnjúks eftir frágang. (Ljósm. Herdís Friðriksdóttir)
    Suðurhlíð Gígahnjúks eftir frágang. Gamlar loftmyndir voru notaðar til að útbúa þrívíddarmódel af óskemmdum hnjúknum. Það var svo notað til að endurmóta yfirborðið í sem upprunalegastri mynd. (Ljósm. HF)
  • Söfnun mosa. (Ljósm. Herdís Friðriksdóttir)
    Mosi var tekinn af svæði sem raskaðist vegna Hellisheiðaræðar og notaður við frágang á Gígahnjúki. (Ljósm. HF)
  • Mosadreifing. (Ljósm. Herdís Friðriksdóttir)
    Mosa var handdreift yfir námusvæðið við frágang þess. (Ljósm. HF)

Gígahnjúkur

Fast númer: 22612
 
Gamla námunúmer: 3010807
Gerð: Storkubergsnáma
Austur: 384373
Norður: 393967,5
Breidd: 64,02946364°N
Lengd: -21,365933°V
 
Gígahnjúkur er stærsti gígur Hellisheiðarhrauna. Þar var náma í fjölda ára áður en Orkuveita Reykjavíkur hóf framkvæmdir á Hellisheiði. Endurgerð gígaraðanna var hluti af mótvægisaðgerðum Orkuveitunnar á svæðinu. Endurgerðin hófst árið 2007 og lauk árið 2008.

Gamlar loftmyndir voru notaðar til að útbúa þrívíddarmódel af óskemmdum hnjúknum. Það var svo notað til að endurmóta yfirborðið í sem upprunalegastri mynd.

Um 35.000 rúmmetrar af efni sem féll til vegna framkvæmda á Hellisheiði voru notaðir til að fylla í hnjúkinn. Gjalli  var svo dreift yfir til að líkja eftir náttúrulegri áferð og skapa góðar aðstæður fyrir staðargróður.

Sáð var í svæðið með grasfræblöndu og mosa handdreift yfir svæðið, en mosinn var tekinn af svæði sem raskaðist vegna Hellisheiðaræðar.

Ljósmyndir tók Herdís Friðriksdóttir (HF).


Þú ert hér: Forsíða > Dæmi um frágang

Forsíða

  • Forsíða
  • Undirbúningur
  • Leyfisveitingar
  • Efnisvinnsla & frágangur
  • Jarðmyndanir og landslag
  • Jarðefnanotkun

Stoðflokkar

  • Dæmi um frágang
  • Leit
  • Hafa samband
  • Veftré

Aukaval

  • Um vefinn
  • Hafa samband

Leita á vefnum


Námur.is | namur@namur.is

  • Landsvirkjun
  • Umferðarstofnun
  • Vegaverðin
Þetta vefsvæði byggir á Eplica