Námur

Valmynd


Tenglar

Hér er að finna nokkra tengla inn á vefsíður stofnana sem koma að  málum er varða efnistöku og tengla inn á vefsíður með efni um efnistöku.

 

Lagasafn Alþingis: Hér er að finna heildarsafn gildandi laga.

Reglugerðasafn: Hér er að finna heildarsafn gildandi reglugerða.

Stjórnartíðindi: Í A deild eru m.a. nýjustu lög og lagabreytingar, í B deild eru m.a. nýjustu reglugerðir og reglugerðabreytingar.

Skipulagsstofnun: Skipulagsstofnun fjallar um og veitir ráðgjöf og leiðbeiningar um skipulagsmál, umhverfismat áætlana og mat á umhverfisáhrifum framkvæmda.

Umhverfisstofnun: Hlutverk Umhverfisstofnunar er að meðal annars að stuðla að verndun og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda. Á heimasíðu stofnunarinnar má finna upplýsingar um friðlýst svæði og önnur svæði á náttúruminjaskrá.

Vegagerðin: Vegagerðin er veghaldari þjóðvega samkvæmt vegalögum nr. 80/2007. Vegagerðin hefur sett upp yfirlit yfir námur á landinu , sjá nánar á vegsjá Vegagerðarinnar. Á heimasíðu Vegagerðarinnar er einnig að finna leiðbeiningar um efnisrannsóknir og efniskröfur auk leiðbeininga um notkun sprengds bergs í vegagerð (sjá hér).

Landsvirkjun: Landsvirkjun er orkufyrirtæki og vinnur rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum, vatnsafli og jarðvarma.

Landgræðsla ríkisins: Landgræðsla ríkisins vinnur að stöðvun jarðvegs- og gróðureyðingar, gróðureftirliti og gróðurvernd.

Orkustofnun: Orkustofnun fer með leyfisveitingar vegna rannsókna og nýtingar á auðlindum og orkuvinnslu.

Fiskistofa: Meginhlutverk lax- og silungsveiðisviðs Fiskistofu er að stuðla að sjálfbærri nýtingu laxfiska í ám og vötnum og vernda búsvæði þeirra í samvinnu við eigendur veiðiréttar og veiðifélög. Fiskistofa veitir heimildir til mannvirkja- og fiskvegagerðar og efnistöku við ár og vötn.

Veiðimálastofnun: Veiðimálastofnun stundar meðal annars rannsóknir á lífríki í ám og vötnum og er ráðgefandi varðandi lífríki og umhverfi áa og vatna, t.d. varðandi mannvirkjagerð.

Hafrannsóknastofnun:  Hafrannsóknastofnun er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði haf- og fiskirannsókna og gegnir lögum samkvæmt mikilvægu ráðgjafarhlutverki varðandi skynsamlega nýtingu auðlinda hafsins.  Stofnunin hefur þríþætt hlutverk, þ.e. að stunda rannsóknir á hafinu og lífríki þess, veita ráðgjöf til stjórnvalda um sjálfbæra nýtingu á auðlindum hafsins og miðla upplýsingum til stjórnvalda, hagsmunaaðila í sjávarútvegi og almennings.

Til baka

Þú ert hér: Forsíða > Tenglar

Forsíða

  • Forsíða
  • Undirbúningur
  • Leyfisveitingar
  • Efnisvinnsla & frágangur
  • Jarðmyndanir og landslag
  • Jarðefnanotkun

Um vefinn

  • Ábyrgðaraðili
  • Höfundar
  • Tenglar
  • Ítarefni
  • Ábendingar og fyrirspurnir

Aukaval

  • Um vefinn
  • Hafa samband

Leita á vefnum


Námur.is | namur@namur.is

  • Landsvirkjun
  • Umferðarstofnun
  • Vegaverðin
Þetta vefsvæði byggir á Eplica