Námur

Valmynd


Dæmi um frágang

Norðurhlíð Gígahnjúks árið 2007, fyrir frágang. (Ljósm. Herdís Friðriksdóttir)

Gígahnjúkur

Gígahnjúkur er stærsti gígur Hellisheiðarhrauna. Þar var náma í fjölda ára áður en Orkuveita Reykjavíkur hóf framkvæmdir á Hellisheiði. Endurgerð gígaraðanna var hluti af mótvægisaðgerðum Orkuveitunnar á svæðinu.
Lesa meira
Náma á Skarðsmýrarfjalli fyrir frágang

Náma á Skarðsmýrarfjalli

Á toppi Skarðsmýrarfjalls á Hellisheiði var náma þar sem efni var tekið vegna framkvæmda við Hellisheiðarvirkjun, sem hófust árið 2006. Haustið 2012 var gengið frá námunni.
Lesa meira
Haugsvæðið meðan á borun aðrennslisganga stóð.

Haugsvæði adit 3

Við borun aðrennslisganga Kárahnjúkavirkjunar var efni komið fyrir á þremur stórum haugsvæðum. Eitt þessara haugsvæða er nyrst á hálsinum milli Glúmsstaðadals og Þuríðarstaðadals. Þarna var ráðgert að haugsetja um eina milljón rúmmetra.
Lesa meira
Moldarhaugar í námubotni

Litli-Reyðarbarmur

Við lagningu nýs vegar yfir Lyngdalsheiði voru teknir á annað hundrað þúsund rúmmetrar í námu í Litla-Reyðarbarmi. Við frágang námunnar var lögð á það mikil áhersla að raska ekki austurhlíð Litla-Reyðarbarms sem er vel gróin. Í öllum aðalatriðum fór efnistakan fram eins og ráð var fyrir gert og gekk verktaki vel frá þessari sem öðrum námum við Lyngdalsheiðarveg.
Lesa meira
Drangseyrarnáma í Fljótsdal, ófrágengin

Drangseyri

Í Drangseyrarnámu í Fljótsdal var tekið grjót í rofvörn við frárennslisskurð Kárahnjúkavirkjunar. Við efnistökuna var náman unnin í nokkuð samfelldu og jafn djúpu stáli. Gengið var frá Drangseyrarnámu árið 2008.
Lesa meira
Grjótnáma LV1 við Kárahnjúka ófrágengin

KAR grjótnáma L-1

Í grjótnámu í Lambafellstöglum var áætlað að taka allt að 1,5 milljón m3 af grjóti og var grjót úr námunni m.a. notað í grjótkápu Kárahnjúkatíflu.  Gengið var að mestu leyti frá námunni árið 2008.
Lesa meira
Umhverfi efnistökusvæðisins er fagurt

Vatnsendi

Náman er í gervigígum (gjallgígum) sem mynduðust þegar Bárðardalshraun rann fyrir um 10 þúsund árum út í austurenda  Ljósavatns sem er rétt vestan við námuna. Náman er í mjög fögru umhverfi og því mikilvægt að vanda vel til frágangs. Gengið var frá námunni árið 2011.
Lesa meira
Efnistaka í móbergshryggnum Reynisfjalli

Reynisdalsnáma

Reynisdalsnáma er í Reynishverfi í Mýrdal, vestan í móbergshryggnum Reynisfjalli.  Námusvæðið er um 150 m langt og 80 m breitt. Náman var unnin nokkuð djúpt í móbergstúff. Gengið var frá námunni árið 2007.
Lesa meira
Náman við Þverá á vinnslutíma

Þverá Öxarfirði

Í tengslum við nýbyggingu Norðausturvegar frá Austursandsvegi að Sveltingi var tekið efni úr malarnámu við Þverá í Öxarfirði og var efnisnámið talsvert umfangsmikið eða 70-80 þúsund m3.  Umhverfisnefnd Vegagerðarinnar á  Norðaustursvæði tilnefndi frágang námunnar til viðurkenningar Vegagerðarinnar fyrir gerð og frágang mannvirkja sem lokið var við á árunum 2002-2004.
Lesa meira
Efnistökusvæðið ófrágengið

Fosshóll

Gengið var frá hraunnámunni Fosshóli í Bárðardal árið 2001. Náman er í mjög fögru umhverfi nokkru ofan við Goðafoss. Námusvæðið er um 200 m langt og 60 m breitt.
Lesa meira
Efnistaka í malarnámunni Presthvammi

Presthvammur

Gengið var frá malarnámunni Presthvammi í Aðaldal á árunum 2008 og 2009. Um mjög umfangsmikla frágangsvinnu var að ræða enda er námusvæðið yfir 300 m langt og á bilinu 100 til 200 m breitt.
Lesa meira
Hvalnesnáma í skriðum Eystrahorns fyrir frágang. Á myndinni sést vegur að námunni og námustallur.

Hvalnes

Hvalnesnáma er setnáma í grófri gabbróskriðu sunnan við bæinn Hvalnes í Lóni. Þrátt fyrir að lítil efnistaka hefði verið í námunni voru þó talsverð lýti af henni, þar sem tignarlegir fjallstindar Eystrahorns eru beint upp af námunni.

Lesa meira
Marteinstungunáma áður en gengið var frá henni. Mynd tekin frá Landvegi.

Marteinstunga

Marteinstunga er lítil grjótnáma við Landveg. Þar hafði verið unnið niður úr grónu þýfðu holti á um 0,2 ha svæði. Námuvegur er einnig vegur að vatnstanki og var hann því ekki fjarlægður við frágang námunnar.

Lesa meira
Frágangur í námu við Ferjubakka að hefjast

Ferjubakki

Stór gömul náma í sandríkum sethjöllum í landi Ferjubakka í Öxarfirði. Námusvæðið afmarkaðist af birkikjarri til austurs, lækjarfarvegi til norðurs og til austurs af gróskumiklum lækjarfarvegi og Sandá sem er kvísl úr Jökulsá á Fjöllum. Gengið var frá námunni árið 2001.
Lesa meira
Presthólar stór hraunnáma fyrir frágang

Presthólar

Dæmi um námufrágang á stórri hraunnámu sem var erfið bæði til efnistöku og við frágang. Gengið var frá námunni að loknum framkvæmdum á kafla Norðausturvegar, Arnarstaðir-Brekka. Við frágang námunnar var miðað við u.þ.b. 35.000 m3 efnistöku á 11.500 m2 svæði.
Lesa meira

Þú ert hér: Forsíða > Dæmi um frágang

Forsíða

  • Forsíða
  • Undirbúningur
  • Leyfisveitingar
  • Efnisvinnsla & frágangur
  • Jarðmyndanir og landslag
  • Jarðefnanotkun

Stoðflokkar

  • Dæmi um frágang
  • Leit
  • Hafa samband
  • Veftré

Aukaval

  • Um vefinn
  • Hafa samband

Leita á vefnum


Námur.is | namur@namur.is

  • Landsvirkjun
  • Umferðarstofnun
  • Vegaverðin
Þetta vefsvæði byggir á Eplica